Vilborg Traustadóttir

Í dag kl: 16:00 opnar Vilborg Traustadóttir einkasýningu sína “Ein í bland” á Kaffi Mílanó í Reykjavík.

Vilborg Traustadóttir, Ippa er fædd 11. janúar 1957.  

Hún hefur numið olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs og sótt námskeið í Myndlistarskóla Arnar Inga Gíslasonar á Akureyri ásamt fleiri námskeiðum 

frá árinu 2007.  Haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum.  

Síðast með Kristínu Sigurjónsdóttir æskuvinkonu og listljósmyndara. Sú sýning var haldin  í Bláa Húsinu á Siglufirði 2016. 

Myndlistin á sýningunni “Ein í bland” á Kaffi Mílanó er afrakstur helgarnámskeiðs í grafík á vegum Myndlistarfélags Kópavogs 2015 hjá Ingiberg Magnússyni sem hún hefur unnið áfram í blandaða tækni.  “Ég hreinlega verð að koma þessum myndum frá mér og á sýningu svo ég geti haldið áfram í olíunni” segir Vilborg kímin.

Vilborgu þætti gaman ef sem flestir sæju sér fært að mæta milli kl 16.00 og 17.00 þriðjudaginn 29. jan 2019 á Kaffi Mílanó.

Sjá frekari upplýsingar um viðburðinn: Hér

 

.