Helga og Palli, gestgjafarnir, munum opna Gestaherbergið upp á gátt kl 17 í dag og það verður opið til klukkan 19. Allir velkomnir inn að hlusta. Sent verður út í beinni útsendingu frá stúdíó III í Noregi.

Þema þáttarins í dag er skjár/skjáir. Á ensku screen/screens. Ensku er minnst á hér vegna þess að það eru afskaplega fá lög til með íslenskum texta sem fjalla um skjái. Meira er til af lögum með enskum texta um þetta viðfangsefni.

Helga á að velja áhættulagið og svo er alltaf hægt að hringja í okkur í síma 5800 580 til að spjalla. Síminn verður opinn.

Munið eftir að hlusta á Gestaherbergið kl 17 í dag á FM Trölla og á trolli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is