Sjómannafélag Ólafsfjarðar fagnar fertugsafmæli sínu 26. Janúar 2023.

Í tilefni afmælisins hefur stjórn Sjómannafélagsins ákveðið að láta skrá og gefa út þætti úr sögu félagsins og um sjómennsku Ólafsfirðinga. Áætlað er að bókin verði um 180 bls. í máli og myndum og til ókeypis dreifingar í öll hús í Ólafsfirði.

Söguskrifari og verkefnisstjóri er Atli Rúnar Halldórsson sem hefur þegar tekið til starfa. Útgáfudagur verður 2. Júní 2023.

Sjómannafélagið leitar nú til félagsmanna og annarra sem gætu átt skemmtilegar myndir sem tengjast sjómönnum og skipum frá Ólafsfirði, og einnig ef einhver ætti myndir úr sumarhúsa ferðum, sem SÓ var með til leigu á árunum 1990-1995.

Ef einhver getur lagt félaginu til myndir, hafið þá samband við Ægi í síma 847-8710 eða á netfangið sjomannafelag@simnet.is