Aðalgata 34 á Siglufirði er til sölu.

Húsið er 1.255,8 fm verslunar, skrifstofu og íbúðarými. Sögufrægt hús í hjarta bæjarins. Um er að ræða heildareignina að undanskildu einu verslunarbili.

Nánari lýsing:

1 hæð: 105 fm verslunarrými sem nú er leigt undir pósthús. Gengið inn beint af götu. Stórir og áberandi gluggar. Að baka til er kaffiaðstaða og salerni. Auk þess er á fyrstu hæð stigahús og geymsla.

2 hæð: Skrifstofurými í útleigu samtals 232,1 fm auk stigapalla og geymslu. Á annarri hæð eru 5 skrifstofur þar af ein mjög stór hornskrifstofa með kaffiaðstöðu. Nýleg kaffistofa í aðalrými hæðarinnar. Tvö salerni.

3 hæð: Skrifstofurými í útleigu samtals 124,7 fm auk stigapalla, geymslu, snyrtingar og kaffiróks á gangi. Á þriðju hæðinni eru 9 skrifstofuherbergi. Snyrting í opnu rými á gangi.

4 hæð: Tvær íbúðir sem leigðar hafa verið út í langtímaleigu. Önnur íbúðin er með fjórum svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi og þvottaherbergi. Hin íbúðin er nýlega tekin í gegn og er með 3 svefnherbergjum, góðri stofu og baðherbergi sem er nýlega tekið í gegn.

5 hæð/ris: Tvö herbergi sem leigð hafa verið í skammtímaleigu. Herbergi 1: Mjög fallegt og nýuppgert með eldunaraðstöðu. Stórt rúm í opnu rými. Skrifborðsaðstaða. Stofa opin að eldunaraðstöðu. Baðherbergi í miðri íbúðinni með sturtuklefa. Herbergi 2: Líkt og hin íbúðin á hæðinni er þessi íbúð nýlega tekin í gegn. Gott svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Virkilega fallegar risíbúðir á efstu hæð með fallegu útsýni yfir miðbæ Siglufjarðar.

Jarðhæð/kjallari: Á jarðhæð eru tvö gömul brunaheld hólf, lagnarými, hol, hitakerfi fyrir bílaplan og skjalageymslur. Í heildina fimm gluggalaus rými. Bílastæði eru fyrir aftan húsið.

Mynd af vef Fasteignamiðlunar