Fyrsti viðskiptavinur hjá Hrólfi rakara – Hrímnir hár og skegg – frá því að Covid-19 lokanir í þriðju bylgju COVID-19 áttu sér stað var Steingrímur Kristinsson fyrstur í klippingu eins og í fyrri lokun. Sjá frétt. STEINGRÍMUR VAR FYRSTUR

Á Facebook síðu sinni í gær ritar Steingrímur:

“Alltaf fyrstur! Ég mætti samkvæmt pöntun hjá Hrólfi vini mínum á rakarastofu hans klukkan 10 í morgun.
Fyrsti kúnninn og 11 kg. léttari eftir að hafa verið snoðklipptur. –

Ekkert vesen hjá hvorugum:
Við lögum það sem við getum lagað og sættum okkur við það sem við getum ekki lagað.

Ekkert Coron-19 væl og skæl í fjölmiðlum né annarsstaðar, við förum í einu og öllu eftir því sem Þórólfur okkar sóttvarnarlæknir segir okkur. – Enda erum við Hrólfur báðir SIGLFIRÐINGAR.”

Mynd/Steingrímur Kristinsson