Á heimasíðu Ísfells segir frá því að á mánudagsmorgun kom Sólbergið ÓF-1 úr veiðiferð úr Barentshafinu með um 1900 tonna afla úr sjó og aflaverðmæti í kringum 700 milljónir króna. Veiðiferðin tók um 37 daga frá höfn í höfn og þar af 30 daga á veiðum. Eftir því sem við komumst næst er um met túr að ræða hjá íslensku fiskiskipi.

Fyrir túrinn tók Sólberg tvö ný Arctic 612 troll hjá Ísfelli sem þeir notuðu í túrnum og reyndust afskaplega vel að sögn Sigþórs skipstjóra. Álagið á aðalvél við að draga þessi tvö troll var aðeins um 55-60% sem er eins og lagt var upp með. „Trollin fiskuðu mjög vel, ánetjun fisks nánast engin í netinu og var viðhald trollanna nánast ekkert eftir veiðiferðina og var áhöfnin mjög ánægð með það“ segir Sigþór.

Fyrir var Sólbergið einnig með stórann Sóltopp frá Ísfelli sem var settur upp þegar skipið kom nýtt til landsins. Hefur það troll verið mikið notað síðasta árið vegna spilvandræða og hefur reynt ákaflega vel að sögn Sigþórs.