Í söfnunarátaki sem hrint var af stað fyrir Hornbrekku söfnuðu einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki alls kr. 1.610.760.

Fyrir söfnunarféð voru fest kaup á átta Samsung spjaldtölvum, CC SAM pro loftdýnu, MOTO med æfingahjól, bingóvél og bingóspjöld.

Þakkar hjúkrunarforstjóri Hornbrekku öllum þeim sem lögðu til við þessa söfnun, það sem keypt hefur verið mun nýtast íbúum mjög vel.