Þátturinn Tónlistin hefur verið í fríi núna í einn mánuð eða svo. En nú er Palli kominn til baka og verður með nýja tónlist í þættinum í dag. Alveg glænýja sko.

Hrabbý, Paloma Faith, Arnmundur Ernst, Orri Harðarson, Mother Mother, Lýðskrum, DragonForce, Juan El Grande, Gollnir, The Price Sisters, Sparkee, og Block & Crown ásamt Robert Feelgood munu spila ný lög í þættinum í dag.

Ein regla er viðhöfð í þættinum. Hún er sú að fyrsta lag verður að vera íslenskt og með íslenskum texta. Og í dag, á sjálfan konudaginn er ekki erfitt að finna nýtt íslenskt gullfallegt lag. Það er lagið Júróblús, samið og flutt af Hrafnhildi Ýr – Hrabbý.

Eftirfarandi skrifar Hrabbý um lagið á Facebook síðu sinni:

Júróblúsinn er kominn út!

Júróvisjónárstíðin er ljúfsár fyrir okkur sem alltaf hefur dreymt um að standa á stóra sviðinu. Ég hef átt þann draum frá því að ég var lítil stelpa, dansandi á stofuhúsgögnunum hjá ömmu á meðan að Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva var á repeat í VHS tækinu.
Ég elska Júróvisjón en hún blúsar mig líka. Á hverju ári óska ég þess að ég sé með í fjörinu, ég elska keppnina en já, hún blúsar mig – það er raunveruleiki miðaldra tónlistarkonu 🤣
Þessi tilfinning er áhugaverð og stundum svolítið fyndin. Mér fannst hún verðskulda sitt eigið lag. Svo hér er Júróblúsinn minn!Vonandi framkallar hann bros á vör og smá dill með. Njótið og deilið að vild ❤

Þátturinn er sendur út úr stúdíói III í Moss í Noregi, á annari hæð.

Munið eftir að hlusta á þáttinn sem er á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 á sunnudögum á FM Trölla og á trölli.is.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.