Tælenskt kjúklingapasta – uppskrift frá California Pizza Kitchen

  • 450 g spaghetti
  • 3 msk sesam olía
  • 1 bolli gulrætur, skornar í strimla
  • 2 bollar kínakál, skorið í strimla
  • 2 bollar eldaðar kjúklingabringur, skornar í bita
  • 8 vorlaukar
  • 5 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1 msk rifið engifer
  • 1/4 bolli hunang
  • 1/4 bolli hnetusmjör (creamy)
  • 1/4 bolli sojasósa
  • 3 msk hrísgrjónaedik
  • 1 – 1,5 msk sriracha hot chilli sósa

Setjið vatn í rúmgóðan pott og hitið að suðu. Bætið 1-2 msk af salti út í vatnið. Bætið spaghetti í pottinn og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu frá og hrærið 2 msk af sesamolíu saman við spaghettíið.

Þurrkið pottinn og setjið 1 msk af sesamolíu í hann. Setjið vorlauk (takið fyrst smá af honum frá til að setja yfir réttinn sem skraut), gulrætur, kínakál, kjúkling, hvítlauk og engifer í pottinn. Steikið í 1-2 mínútur og bætið þá hunangi, hnetusmjöri, sojasósu, ediki og Sriracha sósu í pottinn. Hærið öllu vel saman og bætið að lokum spaghettíinu í pottinn. Blandið öllu vel saman. Skreytið með vorlauk og berið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit