Nú nýverið var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hauganes. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýjum götum og fjölgun lóða undir bæði íbúðir og atvinnustarfsemi. Dalvíkurbyggð óskar eftir tillögum að nöfnum á fjórar nýjar götur á Hauganesi.

Göturnar eru merktar á deiliskipulagi á eftirfarandi hátt:

A-holt, vestan Ásholts, þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð.

B-holt, vestan A-holts, þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð.

C-gata, einstefnugata frá Hafnargötu að Aðalgötu, þar sem gert er ráð fyrir verbúðum og aðkomu að skolpdælustöð.

D-gata, norðan við Aðalgötu, þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð.

Deiliskipulagið er aðgengilegt hér, bæði uppdráttur og greinargerð. 

Hægt er að skila inn tillögum með eyðublaði inn á íbúgátt Dalvíkurbyggðar. Eyðublaðið má finna undir flipanum “umsóknir” og “umsóknir og eyðublöð á framkvæmdasviði”.  Eyðublaðið er merkt “Nafnasamkeppni – Götur á Hauganesi”.

Tekið verður við tillögum til 10. apríl 2023.

Mynd/Dalvíkurbyggð