Í kvöld, föstudagskvöldið 19. október heldur CCR bandið tónleika til heiðurs hinni heimsþekktu hljómsveit Creedence Clearwater Revival.

Miðasalan er í fullum gangi á Siglo Hotel, og kostar miðinn 3.000 Kr í forsölu, en 3.900 við hurð.

Húsið verður opnað kl. 20:30 en tónleikarnir hefjast kl. 21:30

Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Who´ll stop the rain, Molina, Proud mary og fleira og fl.

 

 

CCR Bandið er skipað þeim:
Biggi Haralds ( Gildran ) söngur, gítar
Sigurgeir Sigmunds ( Start ) gítar
Biggi Nielsen ( Land og synir – Skonrokk ) trommur
Ingi B. Óskars ( Dúndurfréttir ) bassi

 

Hljóðmaður kvöldsins verður hinn landsþekkti Sigurvald Ívar Helgason frá Hvammstanga.

Sigurvald Ívar Helgason