Klefinn.is – samfélag íþróttafólks sem leggur metnað sinn í að ná sem bestum árangri í sínu fagi og deilir því með okkur hinum.“

Hópurinn samanstendur af íþróttamönnum úr ýmsum íþróttagreinum sem taka höndum sama í að miðla reynslu og þekkingu sinni með okkur hinum á Klefinn.is. Ásamt íþróttamönnum verður fjöldinn allur af gestapennum tengdum íþróttum sem gefa lesendum Klefans innsýn inn í sinn þekkingargrunn.

Klefinn veitir því öllum þeim sem hafa áhuga á hreyfingu, íþróttum og að ná árangri tækifæri á að læra af reynslumiklum aðilum. Á sama tíma gefst íþróttamönnum tækifæri í samstarfi við Klefann að bjóða styrktaraðilum þjónustu í formi auglýsinga á Klefinn.is. Með þessu veitir Klefinn íþróttamönnum í fremstu röð tækifæri á að koma sér á framfæri gagnvart styrktaraðilum á meðan þau eltast við að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana.  

Af: klefinn.is