Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON kom saman í fjarfundi 8. maí síðastliðin.

Vinnuhópinn skipa þau, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista, Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista, Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og Elías Pétursson bæjarstjóri.

Dagskrá:
Almenn erindi

  1. 2005011 – Hlutverk vinnuhóps
    Lögð fram tillaga að hlutverki vinnuhóps og skiptingu verkþátta.

Vinnuhópurinn samþykkir að vinna eftir þessu verkþáttaplani.

  1. 2005012 – Starfsemi Neon
    Vinnuhópur óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

-Yfirlit yfir starfsemi Neon
-Upplýsingum um þátttöku nemenda
-Að gerð verði ný könnun þar sem nemendur eru spurðir varðandi þeirra óskir um framtíðarhúsnæði og starfsemi félagsmiðstöðvar.

Að þessar upplýsingar verði berist innan tveggja vikna.

Mynd: pixabay