Í kvöld, miðvikudaginn 13. maí kl. 20, verður fluttur á FM Trölla stuttur þáttur sem ber heitið:
“Eru konur til?”.

Þáttarstjórnandi er Gabríela Rós Gunnlaugsdóttir, nemi sem útskrifast frá MTR eftir nokkra daga.

Tilurð þáttarins er sú að Birgitta Sigurðardóttir kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga, MTR, er að kenna kvennasögu og eitt verkefnið, snemma í áfanganum, var að skoða hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum.

Í lok áfangans eiga nemendur að gera lokaverkefni og mega annað hvort velja eitthvert alveg nýtt umfjöllunarefni eða taka eitthvað af því sem unnið var á önninni og gera því betri skil.

Á meðfylgjandi mynd er Gabríela Rós Gunnlaugsdóttir með Gogga sem hefur oft fengið að vera með henni í tímum í skólalokuninni og framhaldi af henni. 

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is