Þátturinn tónlistin verður á dagskrá á FM Trölla kl 15 í dag.
Þátturinn í dag verður einkar sérstæður að því leiti að einungis verða spiluð lög í flutningi Baggalúts.

Eins og mest öll þjóðin veit hefur Baggalútur samið heilan helling af jólatextum við hin ýmsu lög.
Bragi Valdimar Skúlason, menntaður íslenskufærðingur frá Háskóla Íslands, hefur dælt út textum seinustu ár með þessum árangri og það fáum við að heyra í dag í þættinum Tónlistin, strax á eftir þættinum Tíu dropar.

Ekki missa af þættinum Tónlistin á FM Trölla í dag kl. 15:00 til 17:00.FM

Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum www.trolli.is

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Mynd: Baggalútur