Í september 2020 var Trölla.is bent á að flugvöllurinn á Siglufirði væri orðin grasi- og mosavaxinn, flugbrautin var malbikuð 13. júlí 2018.

Kristín Sigurjónsdóttir sendi eftirfarandi fyrirspurn á bæjarráð.

“Þar sem flugbrautin er í eigu Fjallabyggðar og á ábyrgð bæjarstóra langar okkur að vita hvað Fjallabyggð segir um ástand vallarins og hver eru framtíðar áform varðandi flugvöllinn?Hver tók ákvörðun á sínum tíma um að enduropna flugvöllinn með tilheyrandi kostnaði?”

Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn bæjarstjóra varðandi ástand vallarins og fjölda lendinga á árinu 2020.

Elías Pétursson hefur svarað erindinu , ekki kom þó fram hvað margar lendingar hafa átt sér stað frá enduropnun vallarins.

Sjá frétt: FLUGVÖLLURINN Á SIGLUFIRÐI MOSA- OG GRASI VAXINN