Í dag og aðeins fram á kvöldið verður þátturinn Gestaherbergið á dagskrá FM Trölla.
Palli og Helga stjórna þættinum og senda út beint úr stúdíói III í Noregi frá klukkan 17:00 til 19:00.

Þema þáttarins í dag órafmagnað eða “unplugged”. Tónlist flutt með órafmögnuðum hljóðfærum. Svona fluttingur er einnig kallaður acoustic á ensku.
Þau kíkja á fréttir miðlanna, segja kannski frá tónleikum sem þau fóru á í Osló á sunnudaginn var og spjalla um hitt og þetta.

En að öðru leiti er þátturinn lítið sem ekkert undirbúinn, rétt eins og venjulega.

Fylgist með Gestaherberginu á FM Trölla í dag, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17 – 19.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.