Í kvöld mánudaginn 12. desember verður lesið úr jólabókum í Þjóðlagasetrinu, Norðurgötu 1, kl. 20.00.

Þórarinn Eldjárn les Tætta þætti, Gunnsteinn Ólafsson úr Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls, Aðalheiður Eysteinsdóttir kynnir bók sína um Alþýðuhúsið á Siglufirði, Sigurður Ægisson les úr bók sinni um Hrafninn og Hrund Hlöðversdóttir les úr Óróa – Krunki hrafnanna.

Aðgangur er ókeypis.