Fimm stelpur í Verzlunarskóla Íslands stofnuðu frumkvöðlafyrirtækið Sylque. Ein af þessum duglegu stelpum er Halla Karen Jónsdóttir og á hún ættir sínar að rekja til Ólafsfjarðar, er hún dóttir Jónínu Björnsdóttur íþróttakennara í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Sylque hannar og selur silkikoddaver í þremur litum; hvítum, svörtum og bleikum. Silki spornar gegn fitumyndun í húð og hári og vinnur þannig gegn bólum og fitu í hári.

Silki mýkir einnig húðina og minnkar þannig líkurnar á hrukkumyndun á aldraðri jafnt sem ungri húð. Silki er einnig gott fyrir viðkvæma húð, svo sem þurra húð eða exem, þar sem það truflar ekki yfirborð húðarinnar.

Sylque koddaver verða með bás á vörumessunni í Smáralind í dag 6. apríl frá Kl: 11-18
Þær verða með takmarkað magn í boði af hverjum lit.
Léttar veitingar verða í boði og einnig mun lukkuhjól vera á staðnum fyrir viðskiptavini.

Forpöntun er hafin á Sylquekoddaver.com

Allar fyrirspurnir varðandi vörur, verð eða sendingar fara í gegnum mail á sylque.ice@gmail.com. Einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Instagram á @sylque_koddaver og FaceBook á Sylque Koddaver og munu þær reyna að svara eins fljótt og auðið er!