Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands,

Bleika slaufan, undir slagorðinu „VERUM TIL“ hófst föstudaginn 1. október. Af þessu tilefni lagði fánastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga það til að keyptur yrði bleikur fáni og honum flaggað allan október til stuðnings verkefninu.

Var það samþykkt með mikilli ánægju og var fáninn dreginn að hún.

Fánastjóra skólans var þakkað fyrir þessa góðu ábendingu og að MTR geti tekið þátt og leggja áherslu á að vera til.

Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega.

Mynd/ Gísli Kristinsson