Nú kveður við nýjan tón hjá hljómsveitinni KVIKU sem gaf út nýtt lag á miðvikudaginn, sem nefnist Wicked Wednesday.

Lagið er komið í “massíva” spilun á FM Trölla. 

KVIKA er hljómsveit sem hefur verið starfandi í 10 ár og gefið út þrjár breiðskífur. Tvær síðustu voru gefnar út í Covid og fylgdu eftir fyrstu plötunni Seasons sem gefin var út haustið 2014, en sú plata var plata vikunnar á Bylgjunni og Rás 2.

Þetta er fyrsta smáskífa sveitarinnar eftir Covid og kveður við örlítið nýjan tón. “Okkur fannst alltaf vanta lag um miðvikudaga og varð lagið loks að veruleika eftir magnað karaoke kvöld á miðvikudegi”.