Fyrsta sólóplata Unnsteins Manuels kemur út í haust og ber hún titillinn Amatör. Meðfram plötunni kemur út hlaðvarp undir sama nafni þar sem Unnsteinn veitir hlustendum innsýn á bakvið tjöldin við gerð plötunnar. 

Unnsteinn hefur undanfarin tvö ár búið í höfuðborg danstónlistarinnar, Berlín og gætir áhrifa borgarinnar svo sannarlega í nýju lögunum. Unnsteini til halds og trausts er raftónlistargoðsögnin Hermigervill sem sér um upptökustjórn plötunnar.

Fyrsta smáskífan af plötunni heitir Eitur og kom út 19. ágúst, í kjölfarið kom út fyrsti þáttur af fjórum af hlaðvarpsþáttaröðinni. Hlaðvarpið er í gruninn einskonar “Making of” heimild af gerð plötunnar. En það er líka annar angi á þessu hlaðvarpi, það á veita skapandi fólki, sem oft á tíðum eru á barmi taugaáfalls, ákveðna huggun í sköpuninni. Með því að veita hlustendum innsýn í eigin tilraunir, mistök og óöryggi, leggur Unnsteinn áherslu á að sýna frá vinnunni sem þarf að skila inn til þess að laða fram töfrana sem skapast í hinu listræna ferli. 

Önnur smáskífan af plötunni heitir Andandi og kom út 2. september s.l. Lagið er í spilun á FM Trölla.


Hlaðvarp 1. þáttur


Aðsent