Lagt er fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar á 714. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar mælingar á sjávarhæð í Ólafsfjarðarhöfn og vatnshæð í Ólafsfjarðarvatni.

Bæjarstjóri fór yfir minnisblaðið og samskipti við Vegagerðina vegna málsins en til stendur að fjarlægja efni úr ósnum með það að markmiði að lækka yfirborðshæð í vatninu.

Framkvæmdir munu hefjast síðar í haust og verða unnar samhliða lagfæringum á sjóvörnum.