• hafrakex, t.d. Digestive
  • Nusica súkkulaðismjör
  • sykurpúði

Smyrjið hafrakex með súkkulaðismjöri. Þræðið sykurpúða upp á grilltein og grillið þar til stökkir að utan og mjúkir að innan. Rennið grilluðum sykurpúðum af grillspjótinu beint á smurt kexið, leggið smurða kexköku ofan á og klemmið saman.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit