Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE með sérstaka áherslu á umhverfismál. Umhverfismál eru ein þriggja stoða Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október n.k.

Meginmarkmið Sóknaráætlunar varðandi umhverfismál eru; Marka framtíðar- og heildarsýn landshlutans í umhverfismálum, efla staðbundna þekkingu á svæðinu í umhverfismálum, leggja okkar af mörkum til að mæta skuldbindingum Íslands varðandi bindingu CO2 og að koma til móts við þau markmið sem sett eru fram í landsáætlun varðandi meðferð úrgangs.

Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Starfsstöð viðkomandi verkefnastjóra er á Húsavík en verkefnin spanna allt starfssvæði SSNE.

Helstu verkefni

  • Umsjón með umhverfismálum SSNE og verkefnum á því sviði.
  • Samskipti við ríki, sveitarfélög og aðra hagaðila vegna umhverfismála.
  • Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verkssviði SSNE.
  • Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur við frumkvöðla.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt).
  • Þekking og reynsla af umhverfismálum skilyrði.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
  • Mikil hæfni í samskiptum og tengslamyndun.
  • Reynsla af ráðgjöf er kostur.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er kostur.
  • Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2021

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is

Mynd/samansett