Golfklúbbur Siglufjarðar sendi karlasveit til leiks í 4. deild Íslandsmóts golfklúbba.

Keppt var hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, var völlurinn í frábæru standi og mótshaldið til fyrirmyndar hjá þeim.

Keppendur GKS fóru þetta á gleðinni og góðri stemningu og unnu alla sína leiki þar til kom að úrslitaleiknum. Þar þurftu þeir því miður að sætta sig við tap á móti flottu liði Geysis og niðurstaðan því 2. sætið.

Liðið skipuðu: Jóhann Már Sigurbjörnsson, Salmann Héðinn Árnason, Sævar Örn Kárason, Finnur Mar Ragnarsson, Kristinn Reyr Sigurðsson og Bjarnþór Erlendsson.

Mynd og heimild/ Frétta- og fræðslusíða UÍF