Undanfarin tvö ár hefur Kaffi Klara ehf haft umsjón með tjaldsvæðunum í Fjallabyggð.

Á 683. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 02.02.2021 þar sem lagt er til að þjónustusamningar við Kaffi Klöru ehf. um tjaldsvæði í Fjallabyggð, á Siglufirði og Ólafsfirði, verði framlengdir skv. 10. gr. samninga.

Einnig lögð fram drög að framlengdum samningum.

Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamninga, um tjaldsvæði Fjallabyggðar, fyrir árið 2021 skv. 10. gr. samnings frá 2019 og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.