Björgunarsveitin Strákar fékk beiðni í dag um að sækja lyfjasendingu fyrir HSN á Siglufirði og Siglufjarðarapótek að Ketilási, þangað sem póstbíll kom með sendinguna.

Ferðin gekk vel vel þrátt fyrir slæmt veður og erfiða færð á köflum.

Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokuð fyrir almennri umferð vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar