Lið Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði vesturlandsriðil í skólahreysti fimmtudaginn 21. mars sl.

Frábær árangur tvö ár í röð hjá kröftugum krökkum. Liðið sigraði með 51 stigi og næst á eftir kom Grundaskóli með 43,5 stig.

Guðmundur Grétar var efstur í upphífingum og Leonie hékk lengst allra í keppni dagsins.

Liðið skipa : Guðmundur Grétar Magnússon, Hilmir Rafn Mikaelsson, Ingunn Elsa Apel Ingadóttir og Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir.

Það er því ljóst að liðið mun keppa í lokakeppninni þann 8. maí.

Til hamingju nemendur og íbúar í Húnaþingi vestra!

 

Af hunathing.is