Minnisvarðinn um Síldarstúlkur var afhjúpaður í dag kl. 15 á Siglufirði og var verkið formlega afhent Fjallabyggð til eignar en almenn umsjón með verkinu verður í höndum Síldarminjasafns Íslands.

Höfundur listaverksins er Arthur Ragnarsson myndlistarmaður og smíði verksins var unnin á SR Vélaverkstæði á Siglufirði

Kristján L. Möller stýrði athöfninni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, flutti ávarp og afhjúpaði verkið.

Áætlað er að um 800 – 1000 manns hafi komið og fagnað afhjúpun minnisvarðans.

Almenn söfnun stendur enn yfir til fjármögnunar verksins, ríkisstjórn Íslands lagði til 15. milljónir og er endanlegur kostnaður 30 milljónir.

Almenn fjársöfnun fyrir listaverkið Síldarstúlkur
15 millj. í gerð minnisvarða um síldarstúlkur á Siglufirði
SR-Vélaverkstæði smíðar listaverkið Síldarstúlkan á Siglufirði

Myndir/Kristján L. Möller