Landsstjóri Undralandsins á FM Trölla, Andri Hrannar Einarsson, verður í barneignafríi þessa viku, svo þátturinn Undralandið fellur niður af þeim sökum.

Hlustendur FM Trölla þurfa þó ekki endilega að örvænta mjög mikið, því FM Trölli spilar vel valda tónlist alla daga.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is