Bólusetningarátak á slökkvistöðinni á Akureyri.

Dagsetningar bólusetninga eru þessar:

08. des kl: 09:00-16:00

09. des kl:09:00-16:00

16. des kl:13:00-15:00

06. jan kl: 13:00-16:00

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur þegar að lágmarki eru  5-6 mánuðir liðnir frá grunnbólusetningu.

Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá grunnbólusetningu. 

Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.

Munið að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19.

Þau sem eru búin með grunnbólusetningu og hafa fengið Covid eiga að bíða þangað til frekari fyrirmæli berast.

Send verða út boð í örvunarskammta. Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar eða ekki getað nýtt sér fyrri boð er velkomið að koma á auglýstum opnunartíma á Akureyri.  Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn. Börn sem hafa náð 12 ára aldri eru velkomin í fylgd forráðamanna.

Sjá  nánar á vef embættis landlæknis:

Sóttvarnalæknir mælir með þriðja skammti fyrir alla 16 ára og eldri þegar 6 mánuðir eru frá grunnbólusetningu gegn COVID-19

Sjá nánar á vef stjórnarráðsins:

COVID-19: Bólusetningarátak; örvunarskammtar og óbólusettir