Ákveðið hefur verið að opna líkamsræktir Fjallabyggðar á morgun, mánudaginn 10. ágúst ef ekki kemur til hertra sóttvarnaraðgerða.

Opið verður frá kl. 06:30 – 10:00 og 16:00 – 19:00 alla virka daga.

Um helgar verður opið frá 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00.

Hámark í einu eru 6 manns og óskað er eftir að notendur dvelji ekki lengur en 1 klst. í senn til að fleiri geti notað líkamsræktirnar.

Hópaæfingar eða hópaþjálfun sem blokkera þennan fjölda eru ekki í boði á meðan þetta ástand er.

Ath. að þetta er einungis tímabundið eða þar til aðrar tilkynningar berast frá þríeykinu og stjórnvöldum.

Notendur eru beðnir um að sótthreinsa áhöld og snertifleti eftir notkun og viðhafa 2 metra fjarlægð milli notenda.

Sundlaugin verður opin eins og áður, með áður auglýstum takmörkunum.

Opnunartíminn er:

06:30 – 12:30 og 14:00 – 19:00 alla virka daga og

10:00 – 12:30 0g 14:00 – 18:00 um helgar.

Fjöldatakmarkanir í sundlaug miða að því að gera gestum kleift að virða 2 metra fjarlægð í búnings- og sturtuklefum.

Aldrei verður fleiri en 20 einstaklingum 16 ára og eldri heimilt að vera í klefum á sama tíma . Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn yngri en 16 ára. Sundlaugargestir skulu virða 2 metra fjarlægðarreglu í heitum pottum.

Einungis börn yngri en 16 ára er heimilt að fara í rennibrautir í sundlauginni í Ólafsfirði. 

Vinsamleg tilmæli til sundlaugargesta eru að dvelja ekki lengur í sundlaugunum en 1 – 1,5 klst. til að fleiri geti notið lauganna. 

Íþróttasalir, gufuböð og köld kör verða lokuð tímabundið.

Þeir sem finna finna fyrir einkennum flensu eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga að vinsamlegast mæta ekki í Íþróttamiðstöðina.