Matvælastofnun varar við neyslu á dönskum sólkjarnafræjum frá Grøn Balance vegna þess að skordýr (bjöllur) fundust í vörunni. Innflytjendur hafa innkallað vöruna úr verslunum.

Nánar um vöruna:

  • Vörumerki: Grøn Balance
  • Vöruheiti: Økologiske Solsikkekerner
  • Strikanúmer: 5701410057497
  • Nettómagn: 500 g
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík og verslun Einars Ólafssonar á Akranesi
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt og verslun Einars Ólafssonar á Akranesi