Af framkvæmdum í Fjallabyggð

Talsverðar framkvæmdir á holræsa-, vatnsveitukerfi og viðhald á götum bæjanna hafa verið hér í Fjallabyggð á undanförnum 5 árum, þ.e. 2015 – 2019.

1. Viðhald yfirborðs gatna.

Tekin var upp sú stefna árið 2015, að heilleggja malbik yfir göturnar í stað bútaviðgerða, sem voru langtum dýrari en heillögn malbiks og dugðu oft skammt eins og alþekkt er á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi er kort af báðum bæjarhlutum Fjallabyggðar sem sýnir malbikslagnir á árunum 2015 – 2018 og áætlun fyrir 2019. Kostnaður við yfirlagnirnar er eftirfarandi:

2015      85.000.000
2016      78.000.000
2017      57.000.000
2018      59.000.000
2019 (áætlun)      47.000.000
Samtals:    326.000.000

 

2. Holræsi og vatnsveita.

Ákveðið var af fyrrverandi bæjarstjórn, að leysa fráveitumál í Fjallabyggð og núverandi bæjarstjórn tók við keflinu sl. Vor. Verkefnið er eiginlega tvíþætt.
a. Að útrásir holræsa skyldu ná nógu langt út í viðtaka til að fyrirbyggja mengun í höfnum og við strendur. Byggðir hafa verið holræsabrunnar með dælum og fyrsta stigs hreinsun.  Reiknað er með að útrásarbrunnum og lögnum verði lokið að mestu í ár, en þetta er stærsta verkefnið í umhverfismálum í sveitarfélaginu.
b. Endurnýjun á holræsalögnum og brunnum í götum voru löngu orðnar tímabærar. Á meðfylgjandi teikningu er sýnt endurnýjun á útrásum og holræsakerfinu.
Þá hafa vatnslagnir einnig verið endurnýjaðar, spindlum fjölgað og vatnsból bæjarhlutanna gerð öruggari. Kostnaður við fráveitu og vatnsveitu er eftirfarandi:

Ár Fráveita Vatnsveita
2015    43.000.000     3.000.000
2016    70.000.000     0
2017    47.000.000     8.000.000
2018    25.000.000     1.000.000
2019 (áætlun)   120.000.000   25.000.000
Samtals:   305.000.000   37.000.000

 

Gunnar I. Birgisson
bæjarstjóri

Fylgiskjöl með frétt:

Fráveita-vatnsveita Ólafsfjörður (PDF)
Fráveita-vatnsveita Siglufjörður (PDF)
Malbik Ólafsfjörður (PDF)
Malbik Siglufjörður (PDF)

 

Af fjallabyggd.is