Á 253. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var gerð eftirfarandi bókun.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2020 var skipulags- og umhverfisnefnd falið að koma með tillögur að verkefnum í umhverfisátaki Fjallabyggðar. Lagðar eru fram loftmyndir af svæðum sem þarfnast úrbóta.


Tæknideild falið að fylgja málinu eftir með hreinsun á þeim svæðum sem fjallað var um. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að farið verði í að vinna deiliskipulag af skilgreindu hafnarsvæði í Ólafsfirði að Strandgötu, Múlaveg og Námuveg.