Hilmar Símonarson varð um helgina Íslandsmeistari í -66kg flokki karla árið 2022, fjórða árið í röð.

Eftir strembna baráttu við Covid-19 3-4 vikum fyrir mót lét Hilmar slag standa og tók þátt á þessu Íslandsmeistaramóti og uppskar titil og met í sínum flokki með hnébeygju uppá 195 kíló. Þegar leið á mótið fór að halla undan fæti og gekk bekkurinn illa og stóð Hilmar uppi með 125 kg. 210 kg. fóru upp í réttstöðu og reyndi hann við 220 kg. sem væri nýtt met en gekk ekki þann daginn.

Þessi árangur skilaði gulli og 5. sæti yfir alla flokka sem verður að teljast gott miðað við aðstæður segir á facebooksíðu Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar.

Mund/Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar