Íbúar Fjallabyggðar hafa ekki farið varhluta af leiðinlegu veðri, fannfergi og ófærð það sem af er vetri.

Finnst mörgum að nú sé nóg komið, en Vetur konungur er ekki á því að sleppa takinu í bráð.

Björn Valdimarsson á Siglufirði lét ekki kolvitlaust veður aftra sér frá því að taka myndir þann 11. mars.

Myndirnar minna á hvernig umhorfs var á snjóþungum vetrum hér á árunum áður.

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

Sjá einnig fleiri myndir eftir Björn Valdimarsson: Hér