Tannlæknar á Kanarí láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni við COVID-19.

Fréttamaður brá sér til tannlæknis á Gran Canaria í vikunni og fékk frábæra þjónustu á góðu verði hjá Dr. Julián Clemente Delgado og hans fólki á Clínica Dental Mercurio tannlæknastofunni í Maspalomas.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum notar hann mikinn öryggisbúnað til að forðast COVID-19 og í stuttu spjalli kom fram að tannlæknar á Spáni nota sérstaka auka grímu og augnhlíf um þessar mundir á meðan Coronavírusinn geisar.

Dr. Julián er mjög viðkunnanlegur Spánverji sem nam tannlækningar í Þýskalandi. Hann talar auk spænsku ljómandi góða ensku, þýsku og kann að segja “skola” á íslensku!

Margir Íslendingar búsettir á Kanarí sækja tannlæknaþjónustu til hans og líkar mjög vel.

https://clinicadentalmercurio.com/

Fótsnyrtir með “venjulega” grímu

Dr. Julián Clemente tannlæknir með auka grímu og augnhlíf