Í gær hófst samstarf Síldarminjasafns Íslands við Time and Tide Museum of Great Yarmouth Life í Yarmouth, Englandi.

Þökk sé tækninni gátu nemendur á unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar rætt við nemendur Caister Academy og munu hóparnir vinna að verkefni sem þeir munu kynna að viku liðinni.

Time and Tide Museum varðveitir síldarsögu Breta og hefur unnið mikið og þarft starf að kenna breskum börnum og unglingum um sögu síldarinnar á Bretlandseyjum.

Markmið samstarfsins er að unglingarnir kynni fyrir hvert öðru síldarsögu síns heimabæjar og reyni að sjá hvað sé líkt og hvað sé ólíkt með þessum síldarbæjum.

Nemendur á unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar ræða við nemendur Caister Academy. Mynd/Síldarminjasafnið