Nýr tónlistarþáttur með Brian Callaghan fer í loftið á FM Trölla í dag kl. 16.

Í þættinum leikur Brian mörg bestu lögin frá síðustu áratugum. Auk þess kynnir hann oft ábreiður og fágætar perlur sem eiga skilið að heyrast í útvarpi.

Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga kl. 16 – 17 á FM Trölla.

Brian Callaghan er útvarps- og tónlistarmaður frá Skotlandi. Hann var framlínumaður í hljómsveitinni The Highlanders sem náði vinsældum á sínum tíma og gaf út undir merkjum Virgin/EMI Records.

Þrátt fyrir velgengni á tónlistarsviðinu ákvað hann að yfirgefa tónlistarbransann að mestu, til að láta drauma sína um að verða læknir og útvarpsmaður rætast. Hann hefur hlotið tvenn alþjóðleg verðlaun fyrir brautryðjendastarf í sálfræði.

Brian hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og heillast af landi og þjóð.

“I have visited Iceland a number of times because I love it there, hence I wanted my show on a great station there”.

FM Trölli býður Brian Callaghan velkominn í hópinn.