Dagur Sólon með föður sínum Andra Hrannari

Þetta myndband var tekið á Siglufirði í ágúst 2019. Það minnir okkur á betri tíma og að brátt kemur sumar með blóm í haga.

Myndbandið tók Dagur Sólon Andrason með dróna. Dagur Sólon er 12 ára og er efnilegur í drómamyndatökum.

Dagur Sólon er búsettur í Reykjavík. Hann kemur flest sumur norður á Siglufjörð í heimsókn til ömmu sinnar og afa, þeirra Guðrúnar Árnadóttur og Arnars Ólafssonar með föður sínum Andra Hrannari Einarssyni.

Trölli.is þakkar Degi fyrir þetta skemmtilega myndband.Mynd: úr einkasafni