Vinkonurnar Elísabet Eir og Herdís eru saman með útvarpsþáttinn Elísadís á Útvarpsstöðinni Trölla. Útvarpsþátturinn Elísadís er fjölbreyttur þáttur þar sem þær eru meðal annars duglegar að kynna viðburði á Hvammstanga, taka viðtöl við ýmsa aðila, heimamenn og gesti, og leggja upp úr því að vera jákvæðar.

Elísadís er annan hvern fimmtudag frá kl.19.00 – 21.00.

Trölli næst á Hvammstanga og í nánasta nágrenni, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey og utanverðum Eyjafirði.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella: Hér

 

Elísabet og gestastjórnandinn Elísabet.

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Sigurvald Ívar Helgason