Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti á 311. fundi sínum umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.Ark Arkitektum ehf. f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf.

Óskað var eftir vilyrði fyrir lóð, sem mun hýsa nýja verslun Samkaupa, ásamt minni verslunum og/eða þjónustu. Um er að ræða lóð í miðbæ Siglufjarðar sem í dag er tjaldsvæði.

Þá var einnig óskað eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins í samræmi við frumdrög sem fylgja erindinu, í samvinnu við skipulagsyfirvöld.

Áætlað er að hafa byggingarnar á einni hæð, allt að 1500m2 að stærð. Aðkoma að lóðinni verður bæði frá Gránugötu og Snorragötu. Gert ráð fyrir bílastæðum vestanmegin við verslunarkjarnann, að Túngötu, sem telja um 50 stæði.

Áhersla er lögð á að fyrirhugaðar byggingar staðsetji sig á sannfærandi hátt gagnvart nærumhverfinu, ásamt því markmiði að skapa jafnvægi í útliti bygginga við núverandi byggð.

Sjá frekari upplýsingar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í fylgiskjölum.

Fylgiskjöl: