Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti evrópuráðstefnuna um hnattræna menntun í dreifbýli í MTR mánudaginn 15. okt.

Hún útskýrði hvernig nám í MTR væri skipulagt og hve sveigjanleg námsskrá væri mikilvæg við uppbyggingu framhaldsskóla hér á landi.

Herbert Eile, leiðtogi alþjóðlegu samtakanna um upplýsingatækni í skólstarfi ræddi um mikilvægi menntunar í dreifbýli og þakkaði þeim sem hafa undirbúið ráðstefnuna.

Gestir eru um áttatíu þar af um helmingur frá öðrum löndum. Í morgun notuðu fjölmargir gestanna tækifærið og fóru í skólaheimsóknir í Fjallabyggð en einnig fór hópur í kynnisferð í Háskólann á Akureyri.

Þar hafði fólk mestan áhuga á róbót sem nýlega hefur verið tekinn í notkun. Eftir heimsóknina í HA skoðaði hópurinn Akureyri og nágrenni í fegursta haustveðri.

Sjá Myndir

 

Frétt: MTR