Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg verður með fjáröflun fyrir barnastarf félagsins í Golfskálanum í Skarðsdal á fyrsta sólardag, sunnudaginn 28. janúar. 

Þar verða seldar ljúffengar sólarpönnukökur og hægt verður að setjast niður og fá sér kaffi og drykk. 

Ef veður og færi verður gott verður belgjabrautin opin og hægt að skella sér á gönguskíði frá Hóli. 

Íbúar og gestir hvattir til að fagna sólarkomu og gæða sér á pönnukökum og fagna deginum saman.