Síðustu daga hefur farið fram vinna við gangstéttir á Hvammstanga.

Steypt var gangstétt við Kirkjuveg fyrir ofan Grunnskólann og norður að gatnamótum. Einnig var steypt gangstétt við nýtt stæði fyrir skólabíla í Fífusundi, neðan við Grunnskólann.

Báðar framkvæmdir eru liður í uppbyggingu á skólalóð í tengslum við viðbyggingu Grunnskólans.

Þessu til viðbótar voru gangstéttir við Norðurbraut lagfærðar eftir hitaveituframkvæmdir í götunni en brjóta þurfti upp gangstéttir á nokkrum stöðum vegna heimtauga. 

Mynd/Húnaþing vestra