Í gær föstudaginn 17. apríl kom tónlistarfólk á Siglufirði saman og söng fyrir íbúa Skálarhlíðar og vistmenn Sjúkrahússins.

Um 20 siglfirskir söngfuglar sungu nokkur lög í veðurblíðunni við ánægju og þakklæti þeirra sem á hlýddu.

Var þetta liður í viðburði dagsins á Ljóðasetri Íslands sem er með beinar útsendingar á facebook síðu setursins kl. 16:00 alla daga.

Steingrímur Kristinsson lætur ekki svona gleði fram hjá sér fara og mætti með myndavélina.

Í myndbandinu hér að neðan eru 28 ljósmyndir og stutt vídeó í lokin.

Forsíðumynd: skjáskot úr myndbandi