Fjallabyggð flaggar regnbogafána vegna hryðjuverkaárásar á hinsegin skemmtistað í Osló.

Minnst tvær manneskjur létust og nær tuttugu særðust í skotárás á fjölfarinni göngugötu í miðborg Osló. Lögregla hefur handtekið mann vegna árásarinnar og segir ekkert benda til þess að fleiri hafi verið að verki.

Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að fólki sem var að skemmta sér í aðdraganda gleðigöngunnar Oslo Pride.

Regnbogafáninn mun blakta við hún í nokkra daga til minningar um fórnarlömb þessa ofbeldisverks og til stuðnings hinsegin fólks.