NorðurOrg söngvakeppni Samfés 2024 fór fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar föstudagskvöldið 8. mars sl. Um stóran viðburð er að ræða þar sem um 500 unglingar koma saman frá félagsmiðstöðvum víðs vegar af Norðurlandi.

Alls tóku 13 atriði þátt í keppninni en af þeim voru 5 atriði valin áfram af dómnefnd og koma þau til með að keppa í Söngvakeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll 4. maí nk.

Tinna Hjaltadóttir fulltrúi Félagsmiðstöðvarinnar Neon var valin ein af fimm þátttakendum sem komst áfram og mun nú taka þátt í aðalkeppninni. 

Tinna flutti lagið  “Don’t start now” eftir söngkonuna Dua Lipa með prýði.  

Félagsmiðstöðvarnar á norðurlandi skiptast á að halda undankeppnina og í ár fór hún fram í Dalvíkurbyggð. Eftir söngkeppnina var svo ball í Íþróttahúsinu þar sem dj Ingi Bauer hélt uppi stuðinu fram á kvöld.

Mynd og heimild/Fjallabyggð